154. löggjafarþing — 102. fundur,  24. apr. 2024.

stefna um stuðning Íslands við Úkraínu 2024--2028.

809. mál
[17:57]
Horfa

Jakob Frímann Magnússon (Flf) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Eins og kom fram var ég ekki á umræddum fundi en langar að spyrja hann í fyrsta lagi um kalt mat á því hverjar hann telur líkurnar á því að umrætt stríð vinnist. Í öðru lagi, til upplýsingar þjóðinni og þeim sem eru að fylgjast með, af því að það kom ekki fram í framsögunni eða því sem hér var fjallað um áður: Hvaða upphæðir erum við að tala um á þessu tímabili 2024–2028? Þetta er tvíþætt spurning.